Download

Icelandic factsheet

Download

eENVplus | Umhverfisþjónustur fyrir sérhæfð INSPIRE verkefni

Markmið eENVplus er miðlun umhverfisupplýsinga með samræmingu og samþættingu núverandi upplýsingaveitna með þátttöku umhverfisstofnanna ríkis- og sveitarfélaga ásamt umhverfisverndarfélögum. Þessum gögnum er ekki eingöngu safnað til að svara skýrslugjöf Evrópusambandsins um umhverfismál, heldur einning til að styðja við stefnumótun og aðgerðir ríkis og sveitarfélaga.

Verkefnið hannar ekki nýjar þjónustur heldur frekar á upphaf í fyrri reynslu verkefna EB (fjármögnuð verkefni, verklag, reynsla EB og ríkis og sveitarfélaga), verkefnið samþættir núverandi grunngerðir í virkt skipulag sem vinnur bug á landamærum og tungumálum. eENVplus bíður ekki aðeins upp á ICT grunngerð heldur einnig lýsingu og stuðning sem gerir þessa grunngerð starfs- og arðbæra vegna skipulags líkans og kennsluskipulags.

Hin samhæfða grunngerð eENVplus bíður aðildar- ríkjunum og notendum landupplýsinga upp á:

 • Yfirgripsmikla, opna og kvarðanlega grunngerð sem samlagast núverandi grunngerð samkvæmt kröfum INSPIRE, opna staðla og samhæfða þjónustu til nýsköpunnar;
 • Samþættingu samheita fyrir algeng umhverfis fagheiti, sem styður við núverandi samheiti, með stafrænum tengingum. Einnig að veita virðisaukandi þjónustu fyrir innleiðingu og hagnýtingu samheitanna með tilraunaverkefnum;
 • Yfirgripsmikil verkfæri með verklagsreglur, leiðbeiningum og dæmum fyrir samræmingu gagna ásamt gæðayfirferð, sem styðja aðildarríkin í innleiðingu INSPIREE;
 • Nýja, samhæfða og virðisaukandi vefþjónustu er greiðir fyrir þróunn umhverfishugbúnaðar;
 • Kennsluskipulag, með netkennslu, til að styðja við þróun nauðsynlegrar hæfni og þekkingar til að innleiða INSPIRE, að þróa SEIS og til að starfrækja þessa nýju grunngerð.

eENVplus útvegar verkfæri til að vinna með lagskipt samhæfð gögn

 • Með yfirgripsmikilli, opinni og kvarðanlegri grunngerð sem samlagast núverandi grunngerð sem þróuð hefur verið með alþjóðlegum tilskipunum og innlendum lögum og reglum (t.d. INSPIRE vefgátt).
 • Með safni samskiptahugbúnaða sem leyfir tengingar milli fyrirliggjandi lögbundins hugbúnaðar og eENVplus þjónustunnar, með samhæfðum stöðlum
 • Með þróun samfléttaðrar þjónustu sem leiðir af sér háhraðavirkni með samtengingum á samhæfðum þjónustum á lægra þjónustustigi
 • Með safni nýjunga á internettengdri þjónustu sem auðveldar þróun nýs hugbúnaðar
 • Með almennri samheitaorðabóka fyrir umhverfsfagheiti, studd samþættingu nettenginga núverandi orðasafna fyrir umhverfismál sem auðveldar miðlun gagna með sameiginlegum skilningi á skilmálum og hugtökum
 • Með fjölbreyttum verkfærum, ásamt leiðbeiningum og dæmum, til að samræma og sjá um gæðayfirlit gagna til að styðja aðildarríkin í útfærslu INSPIRE reglna
services

Tilraunaverkefni

Til að aðferðafræði eENVplus nýtist sem best sem fjölbreyttustum hópi notenda í sem víðtækustu aðstæðum, er ætlunin að setja fram 9 umhverfisaðstæður í 10 tilraunaverkefnum. Útkoma tilraunaverkefnanna mun þróa betri verkfæri fyrir INSPIRE tilskipunarinnar, með augljós áhrif á samvirkni milli núverandi eða fyrirhugaðra hugbúnaða.

Verkefnalisti

 • Innleiðing SEIS fyrir loftgæði, tilraunaverkefni í Belgíu og Ítalíu
 • Veita samhæfðan INSPIRE aðgang að veituþjónustum: fráveituverkefni í Flanders, tilraunarverkefni í Belgíu
 • CSspire – Umhverfisþættir er tengjast daglegri tilveru í Tékklandi og Slóvakíu. Verkefni þvert á landamæri
 • Verkfæri fyrir INSPIRE samhæfi fyrir gögn tengd Náttúrusvæðum, tilraunaverkefni í Frakklandi
 • Stjórnun skógarelda, tilraunarverkefni í Grikklandi
 • Náttúruverndarsjár – Náttúruverndarkort af Ungverjalandi og Slóvakíu fyrir ferðatæki (síma og fl.), tilraunarverkefni þvert á landamæri
 • INSPIRE landupplýsingagátt, tilraunaverkefni á Íslandi
 • Samhæft jarðfræðikort fyrir Ítalíu og Slóveníu, tilraunarverkefni þvert á landamæri
 • Skipulagsvísar fyrir vistfræðilegt eftirlit á landnýtingu í þéttbýli, tilraunarverkefni í Portúgal

Markhópar

eENVplus beinist að ýmsum hagsmunaaðilium samfélagsins:

 • Stjórnsýslu og opinberum stofnunum á mismunandi stjórnsýslustigum
 • Hópum sem veita umhverfistengda þjónustu
 • Aðilum er veita upplýsingatækniþjónustu
 • Rannsóknarhópum sem þurfa aðgang að umhverfisupplýsingum
 • Frjálsum félagasamtökum
 • Almennum borgurum

Niðurstöðum verkefnisins er beint til:

 • Umhverfisstjórnun hvers lands (Umhverfisráðuneyti, Umhverfisstofnum og öðrum lögbundnum aðilum
  umhverfismála)
 • Umhverfisnefndir bæja- og sveitafélaga
 • Þematengdum umhverfishópum (Evrópuverkefna s.s.INSPIRE landstengiliðum ofl. )
 • Einkageirans og litlum og meðalstórum fyrirtækjum

diagram